Að liðnum degi

Höfundur: Örn Friðriksson

Textahöfundur: Árelíus Níelsson

Dagur er liðinn, ljóma daggartár.
Ljóð syngur fugl með þýðum tregarómi.
Allt er svo hljótt, og yfir hverju blómi
andar Guðs himinn djúpur heiður blár.

Húsið þitt bíður. Hljóðnar fótatak.
Hlusta nú tré í anganríkum garði.
Kvöldið er dimmt og komið fyrr en varði.
Deyr út í fjarska fjarlægt lóukvak.